Velkomin/n

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks

 

5 km, 10 km, hálfmaraþon
30. júní 2016

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks verður haldið fimmtudaginn 30. júní 2016.


Nýjustu fréttir

 • Anna Berglind og Arnar Íslandsmeistarar í hálfmaraţoni

  Hátt í 200 hlauparar mættu til leiks í Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks 2015. Keppt var í 5 km, 10 km og hálfmaraþoni og var keppni í hálfmaraþoni jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni.

  Í hálfmaraþoni landaði Anna Berglind Pálmadóttir úr UFA Íslansmeistaratitlinum hún hljóp sitt besta hálfmaraþonhlaup til þessa á 1:25:30, önnur kvenna var Ólöf G. Ólafsdóttir á 1:37:47 og þriðja var Björg Alexandersdóttir á 1:42:09. Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson úr ÍR á 1:10:57, annar var Valur Þór Kristjánsson á 1:17:10 og þriðji var Ívar Trausti Jósafatsson á 1:20:50.

  Í 10 km hlaupi sigraði sigraði Rannveig Oddsdóttir í kvennaflokki á 39:51, önnur var Helga Guðný Elíasdóttir á 41:16 og þriðja var Sonja Sif Jóhannsdóttir á 41:44. Í karlaflokki sigraði Ólafur Ragnar Helgason á 38:22, annar var Snæþór Aðalsteinsson á 39:02 og þriðji var Atli Steinn Sveinbjörnsson á 39:10.

  Í 5 km hlaupi sigraði Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir í kvennaflokki á 20:25, önnur var Hólmfríður Þrastardóttir, sem er aðeins 9 ára gömul á 23:03 og þriðja var Þórey Sjöfn Sigurðardóttir á 24:11. Í karlaflokki sigraði Hlynur Aðalsteinsson á 19:24, annar var Svavar Lárus Nökkvason á 19:44 og þriðji var Þórleifur Stefán Björnsson á 20:11

  Hér má sjá tíma allra sem hlupu.

  UFA þakkar styrktaraðilum hlaupsins fyrir rausnarlegan stuðning, undirbúningsnefnd fyrir góða skipulagningu og framkvæmd og hlaupurum fyrir þátttökuna.


 • Flott hlaup ađ baki, sjáumst ađ ári :-)

   

  Rúmlega 200 hlauparar létu ekki nokkra regndropa og smávegis gust trufla sig í kvöld þegar Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks fór fram. Hlaupið gekk vel fyrir sig og stór hópur hamingjusamra hlaupara safnaðist saman í Átaki að hlaupi loknu, þar sem verðlaunaafhending fór fram.

  20140511_032646_resized_1_640 

   

  Lesa meira

 • Hagnýtar upplýsingar

  Á morgun er komið að því, Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks verður ræst frá Menningarhúsinu Hofi annað kvöld klukkan 19:30. Hér geta keppendur og áhorfendur nálgast allar helstu upplýsingar varðandi hlaupið :-)

  roadidwithtimingchip_640 Allir Keppendur hlaupa með tímatökuflögu

  Lesa meira

 • Rétt skal vera rétt

  Á dögunum komu Guðmundur Magni og Stefán Örn, löggiltir mælingamenn á vegum FRÍ, að mæla nýju brautirnar okkar. Er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða en slíkt vefst ekki fyrir þrautreyndum mönnum. Hér má finna lýsingar og myndir af öllum hlaupaleiðum sem þykja rennisléttar, skemmtilegar og einstaklega líklegar til persónulegra bætinga :-) 

   dsc02526_640

  Guðmundur og Stefán að hefja mælingar

  Lesa meira

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning